fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Karl Gunnlaugsson er látinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2024 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Gunnlaugsson, athafna- og akstursíþróttamaður, er látinn 57 ára að aldri.

Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Karl var mörgum að góðu kunnur en hann var einn fyrsti Íslendingurinn til að keppa í akstursíþróttum erlendis. Keppti hann til að mynda á götumótorhjólum erlendis á áttunda og níunda áratugnum og enduro- og spyrnukeppnum hér heima. Var hann valinn akstursíþróttamaður ársins árið 1991 og vann hann fjölda Íslandsmeistaratitla á ferli sínum.

Karl hóf innflutning á KTM-mótorhjólum árið 1994 og sinnti hann því til síðasta dags. Hann kom að stofnun Sniglanna, bifhjólasamtaka lýðveldisins, árið 1984 og bar hann Sniglanúmerið #5 að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Þá var hann einn hvatamanna að stofnun Mótorhjóla- og snjósleðasambands Íslands sem er aðili að ÍSÍ í dag. Var hann formaður sambandsins og sat í stjórn þess lengi vel.

Karl lætur eftir sig eiginkonu, tvö börn og þrjá afadrengi. Útför hans verður auglýst síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi