fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Ívar segir að sér hafi verið rænt af fæðingardeildinni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 20:37

Ívar Hlynur Ingason. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem ættleiddur var hingað til lands frá Sri Lanka á níunda áratugnum, Ívar Hlynur Ingason, telur að sér hafi verið rænt af fæðingardeildinni eftir að móður hans var byrlað svefnlyfi. Segist Ívar hafa sannanir fyrir þessu.

RÚV greinir frá.

Ívar vill að íslensk stjórnvöld skoði ættleiðingar frá landinu á 9. áratugnum betur og axli ábyrgð á þeim mannréttindabrotum sem framin hafi verið, að hluta með þeirra blessun. Víða í Evrópu hafa komið upp mál fólks sem ættleitt var til Evrópu frá Sri Lanka á síðari hluta 20. aldar.

Ívar og fleiri einstaklingar sem ættleiddir voru frá Sri Lanka til Íslands hafa farið fram á að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð á sínum þætti í málum þeirra og brotum gegn blóðættingjum þeirra.

„Ég vildi bara fá almennilega rannsókn á þessu. Þetta snýst ekki um einhverjar skaðabætur eða eitthvað. Bara að fá viðurkenninguna á því að það áttu sér stað einhver gígantísk mistök, vanræksla eða hvað sem það er,“ segir Ívar í viðtali við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Diljá segir skiljanlegt að fólki sé brugðið yfir frjálsræði Rauðagerðismorðingjans og vill að erlendir glæpamenn afpláni erlendis

Diljá segir skiljanlegt að fólki sé brugðið yfir frjálsræði Rauðagerðismorðingjans og vill að erlendir glæpamenn afpláni erlendis
Fréttir
Í gær

Sara lenti í hræðilegu umferðarslysi fyrir sex árum – „Þennan dag misstum við næstum því molann okkar“

Sara lenti í hræðilegu umferðarslysi fyrir sex árum – „Þennan dag misstum við næstum því molann okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekkja og synir látins manns tókust á um séreignasparnað og túlkun kaupmála

Ekkja og synir látins manns tókust á um séreignasparnað og túlkun kaupmála
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður í Vestmannaeyjum sendur í leyfi eftir að hafa slegið til barns

Leikskólastarfsmaður í Vestmannaeyjum sendur í leyfi eftir að hafa slegið til barns