Það eru fáir í knattspyrnuheiminum í dag sem eru efnilegri en hinn 16 ára gamli Lamine Yamal sem leikur með Barcelona.
Yamal spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik aðeins 15 ára gamall og mun aldrei gleyma sinni fyrstu innkomu á Nou Camp.
Vængmaðurinn er enn aðeins 16 ára gamall en hefur spilað 24 leiki í spænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Yamal hefur tjáð sig um þegar hann fékk sitt fyrsta tækifæri og viðurkennir að hann hafi misst heyrnina í stutta stund vegna stuðningsmanna félagsins.
,,Ég var sendur í að hita upp og um leið og ég steig á völlinn þá missti ég nánast heyrnina. Ég heyrði ekki neitt,“ sagði Yamal.
,,Þetta var aðeins ein mínúta eða svo en mér leið eins og þetta hefði staðið yfir í klukkutíma.“