Erling Haaland ísinn er að mæta í verslanir í Noregi en stjarnan sjálf leikur í auglýsingu fyrir Hennig Olsen.
Haaland er heimsfrægt nafn í fótboltanum en hann er leikmaður Manchester City á Englandi.
Um er að ræða einn vinsælasta íþróttamanna Noregs en hann er enn aðeins 23 ára gamall og á mörg ár eftir.
Haaland sá sjálfur um að auglýsa ísinn sem ber einfaldlega nafnið ‘Haaland’ eins og má sjá hér fyrir neðan.
Óvíst er hvort þessi ís verði seldur í fleiri löndum en það mun koma í ljós á næstu vikum eða mánuðum.