fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Hefur miklar áhyggjur af eiginmanninum: Virðist heltekinn af nýju áhugamáli – ,,Hún vill ekki sjá hann slasast“

433
Laugardaginn 17. febrúar 2024 21:30

Coleen Rooney. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í vikunni þá er goðsögnin Wayne Rooney að íhuga að gerast boxari – eitthvað sem hann er ekki þekktur fyrir.

Rooney var eitt sinn rotaður heima hjá sér af vini sínum Phil Bardsley er hann var leikmaður Manchester United en um var að ræða svokallaðan ‘gannislag.’

Eiginkona Rooney, Coleen, hefur áhyggjur af manninum og óttast hans heilsu ef hann ákveður að reyna fyrir sér í hringnum.

Þetta segir heimildarmaður í samtali við the Sun en Rooney hefur æft box reglulega síðan hann lagði skóna á hilluna 2021.

,,Hann er með boxpúða heima hjá sér og æfir sig á nánast hverjum degi. Hann hefur haldið sér í í formi á þann hátt eftir að skórnir fóru á hilluna,“ sagði heimildarmaðurinn.

,,Coleen hefur auðvitað miklar áhyggjur. Hún vill ekki sjá eiginmann sinn slasast og hluti af henni vonast til að hann haldi sig við æfingar heima.“

,,Að sama skapi þá er hún stolt af hversu einbeittur Wayne er og metnaðarfullur, hann gefur allt í æfingarnar. Ef hann ákveður að láta þetta verða að veruleika mun hún styðja hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða