fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Svara Bjarna fullum hálsi eftir mjög umdeild ummæli: Talaði um óbærilega hrútalykt – ,,Taka eitt viskí með Dabba Odds og drullast í gang“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. febrúar 2024 19:30

Mynd: Þungavigtin/Vísir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli blaðamanns Morgunblaðsins, Bjarna Helgasonar vöktu athygli fyrir helgi þar sem hann talaði um þá aðila sem eru að bjóða sig fram til starfa hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Þrír karlmenn eru í baráttunni en það eru þeir Þorvaldur Örlygsson, Guðni Bergsson og Vignir Már Þormóðsson.

Þrír kvenmenn eru að sama skapi að láta af störfum en Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður KSÍ, Klara Bjartmarz hættir sem framkvæmdarstjóri og Borghildur Sigurðardóttir hættir sem stjórnar og varaformaður sambandsins.

„Karl­menn eru ágæt­ir en knatt­spyrnu­hreyf­ing­in þarf á kon­um að halda og eft­ir næsta ársþing sam­bands­ins er ljóst að hrúta­lykt­in verður óþægi­lega mik­il úr höfuðstöðvum KSÍ,“ sagði Bjarni á meðal annars.

Þeir Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson ræddu þessi ummæli Bjarna í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í gær og gátu alls ekki tekið undir þessi ummæli.

,,Mér fannst þetta mjög skrítið, það er öllum frjálst að bjóða sig fram sko,“ sagði Ríkharð og hóf þar með umræðuna.

,,Ég sé ekkert hán í framborði og ekkert hvár heldur en það er bara þannig að við viljum fá gott fólk, sama hvaða kyn það er. Það skiptir bara engu máli og Bjarni Helga þarf aðeins að fara að drulla sér í gang þarna upp í Hádegismóa, taka eitt viskí með Dabba Odds og drullast í gang,“ svaraði Kristján Óli.

Mikael var næstur að tjá sig og tók hann undir orð Kristjáns og segir þessi ummæli í raun út í hött.

,,Ég er sammála ykkur. Þetta á ekki að skipta neinu máli, karlar bjóða sig fram af hverju eiga konur ekki að bjóða sig fram? Mér er alveg sama hvort það séu karlar eða konur þarna.“

,,Það er ekki eins og konurnar hafi lyft þessu upp á næsta plan, ég er ekki að segja að þær hafi staðið sig illa, alls ekki en þetta snýst ekkert um það. Það er ekki okkur að kenna ef þær bjóða sig ekki fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi