Eftir að hafa ekkert spilað í fleiri vikur mætti Thiago Alcantara til leiks hjá Liverpool gegn Arsenal um síðustu helgi.
Spænski miðjumaðurinn fékk fimm mínútur en er meiddur á nýjan leik, samningur hans er á enda í sumar og er næsta víst að Liverpool býður honum ekki nýjan samning.
„Þetta eru slæm tíðindi með Thiago, hann hafði litið vel út og við gáfum honum nokkrar mínútur,“ sagði Klopp.
„Þetta er vandamál í vöðva, við vitum ekki hvað hann verður lengi frá en þetta er ekki gott.“
„Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en þetta er slæmt staða fyrir hann og okkur.“