fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

„Í dag er síðasti vinnudagurinn minn á almennum vinnumarkaði“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 09:30

Guðmundur Andri Thorsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, stendur á miklum tímamótum þessa dagana.

„Í dag er síðasti vinnudagurinn minn á almennum vinnumarkaði,“ segir Guðmundur Andri í færslu á Facebook-síðu sinni og bætir við að þau hjónin hafi sest niður um síðustu vetrarsólstöður og skoðað eftirlaunaréttindi sín. Komust þau að þeirri niðurstöðu að ekki væri eftir neinu að bíða.

„Nú skyldum við njóta eftirlaunanna á meðan við værum í fullu fjöri. Ég verð 67 ára á þessu ári og finn að þetta er orðið ágætt af skrifstofuvinnu.“

Guðmundur rekur svo það sem hefur á daga hans drifið síðustu áratugina en óhætt er að segja að Guðmundur Andri hafi komið víða við.

„Ég byrjaði að vinna hjá Máli og menningu að mig minnir 1987 en hafði áður meðfram námi í íslensku í HÍ skrifað gagnrýni í blöð og lesið prófarkir, fyrir hina og þessa. Og vélritað fyrir pabba Grámosann og Raddir í garðinum, Nafn rósarinnar og Hús andanna sem var í rauninni eini undirbúningurinn fyrir að starfa með höfundum bóka. Fyrir utan þann sem mikilvægastur er: að lesa og lesa og lesa og lesa, texta af öllu tagi,“ segir hann.

Guðmundur Andri var ritstjóri Tímarits Máls og menningar og vann við ritstjórn og prófarkir svo eitthvað sé nefnt. „Því fylgir alltaf einkennileg gleði að koma auga á villu – til dæmis þegar skrifað stendur ‘eihver’ fyrir ‘einhver’ – og það er líka gaman að færa lit og áferð inn í grámóskulegan texta, til dæmis með því að breyta orðinu ‘lykt’ af og til í ‘angan’ eða ‘ilm’ eða ‘fnyk’ eða ‘daun’. Ég ímynda mér að villuleit megi líkja við veiðiskap. Yfirlestur á verkum höfunda er annars eðlis og mér hefur aldrei alveg líkað starfsheitið ‘ritstjóri’; hef frekar viljað kalla mig ‘meðhjálpara’. Eða kannski ætti starfið bara að heita ‘lesari’,“ segir Guðmundur Andri.

Guðmundur Andri hefur líka unnið fyrir útvarp, skrifað pistla og vitanlega sinnt þingmennsku sem hann gerði á árunum 2017 til 2021.

„Þegar ég vaknaði í morgun var það síðasta sem ég man úr draumi næturinnar að ég gekk með hundinum mínum, honum Klaka, og hann var með nefið sperrt upp í lofið, ólmur að nema lyktirnar – anganina, dauninn, ilminn, fýluna – sem nýr dagur færði honum. Og ég í humátt á eftir,“ segir Guðmundur Andri að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Í gær

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir
Fréttir
Í gær

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021