fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Þorvaldur segir óráðlegt að byggja austan Elliðavatns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 09:00

Þorvaldur Þórðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkur eru á að eldfjallakerfi í Bláfjöllum, Krýsuvík eða Heiðmörk vakni af löngum dvala á næstu árum eða áratugum. Þetta gerir að verkum að óráðlegt er að reisa byggð austan Elliðaárvatns ef aðrir kostir eru í boði.

Þetta er mat Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Þorvaldi að hraunrennsli fyrri tíma sýni að hraun geti runnið að byggð í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ.

Hann sagði mikilvægt að gera hættumat fyrir svæðið og horfa til framtíðar hvað varðar skipulag byggðar.

Gígarnir, sem eru nærri höfuðborgarsvæðinu, eru að hans sögn hluti af eldgosakerfi Reykjanesskaga sem er nú vaknað til lífsins eins og gosin á Reykjanesskaga á síðustu árum sýna.

„Mann grunar að kerfi sem hafa verið róleg í 800 ár séu farin að taka við sér aftur. Það er í samræmi við þau eldgosatímabil sem við þekkjum í sögunni,“ sagði hann.

Hvað varðar gos í byggð á höfuðborgarsvæðinu sagði hann ekki hættu á því en á móti sé hætt við að hraun renni til byggðar og innviða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Í gær

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”