fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Veltir því upp hvort umræðan um landsliðið sé komin út í öfga eftir að Viktor Gísli brotnaði niður í viðtali í gær

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 07:50

Viktor Gísli gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Mynd/Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokksins, velti því upp eftir landsleik Íslands og Austurríkis á Evrópumótinu hvort umfjöllunin um handboltann sé komin út í öfga.

Ísland vann góðan sigur á spútnikliði mótsins, 26-24, en hefði þurft að vinna með fimm marka mun til að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. Útlitið var bjart í hálfleik þegar ísland var sex mörkum yfir en liðið byrjaði seinni hálfleikinn illa en vann að lokum tveggja marka sigur.

Leikmenn liðsins voru eðlilega svekktir í leikslok en kannski var enginn svekktari en markvörðurinn frábæri, Viktor Gísli Hallgrímsson, sem átti heilt yfir mjög gott mót með íslenska liðinu. Beygði Viktor Gísli af í viðtali við RÚV eftir leik og gat ekki falið vonbrigði sín.

Gunnar Smári tjáði sig um þetta á Facebook eftir leik í gær og vakti færsla hans töluverða athygli.

„Grey leikmennirnir eru dregnir í gegnum svipugöng og látnir játa á sig allskyns syndir milli þess sem skipt er yfir draugfúlt fólk í stúdíói að dæsa af vonbrigðum. Þetta er farið að minna á kosningavöku Samfylkingarinnar 2016 eða útsendingar Norður-Kóreska sjónvarpsins daginn sem Kim Jong Il dó,“ sagði Gunnar Smári og tóku ýmsir undir með honum.

RÚV birti einnig viðtalið við Viktor Gísla á Facebook-síðu sinni og þar voru margir sem sendu honum góðar og kærar kveðjur. „Geggjaður markmaður sem á eftir að verða einn sá besti í heimi,“ sagði til dæmis einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi