fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Reiði yfir framferði þriggja unglinga: „Þetta er ógeðslegt og algjör heigulskapur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð reiði ríkir í Ástralíu yfir framferði þriggja unglinga sem tóku upp myndband þegar þeir ýttu varnarlausum eldri manni af bryggju og út í sjó og hlógu.

Maðurinn var ósyndur og getur hann sennilega þakkað vitnum að atvikinu fyrir að vera á lífi. Komu nærstaddir manninum til bjargar og drógu hann á þurrt.

Unglingarnir, sem allir eru undir lögaldri, birtu myndband af atvikinu á Facebook og átti lögregla því tiltölulega auðvelt með að hafa upp á þeim. Einn 14 ára piltur hefur verið handtekinn og mun hann mæta fyrir dóm á næstunni.

„Þau höfðu ekki hugmynd um það hvort hann væri syndur. Ímyndaðu þér ef hann hefði verið einn þarna, þá værum við að horfa upp á manndráp,“ segir Val Hardie, íbúi á svæðinu, í samtali við 7NEWS Australia.

„Þetta er ógeðslegt og algjör heigulskapur,“ segir annar íbúi í samtali við miðilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins