Inter, Juventus og Roma hafa öll áhuga á Alberti Guðmundssyni, sem er á mála hjá Genoa.
Virtur ítalskur blaðamaður, Gianluca Di Marizo, segir frá þessu.
Albert hefur farið gjörsamlega á kostum með Genoa á leiktíðinni. Íslendingurinn er kominn með átta mörk og tvær stoðsendingar í 18 leikjum í Serie A. Er hann algjör lykilmaður í liði Genoa.
Í kjölfarið hefur Albert verið orðaður við stærri lið, bæði á Ítalíu og erlendis en West Ham sýndi til að mynda áhuga á dögunum.
Miðað við nýjustu fréttir eru það Inter, Juventus og Roma sem horfa til hans núna.
#Calciomercato | Inter, Juve e Roma su Gudmundsson del @GenoaCFC: obiettivo per l'estate. https://t.co/NkNplSqGS1
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) January 15, 2024