fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Úkraínsk sérsveit veldur Rússum miklum vanda – Er í „grátum á öxl hvers annars“ flokknum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. janúar 2024 05:09

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínsk sérsveit hefur orðið til þess að rússneskir herbloggarar beina nú harðri gagnrýni að rússneska hernum. Ástæðuna er að finna í litla úkraínska bænum Krynky sem er á austurbakka árinnar Dnipro.

Þar hefur hluta af úkraínskri hersveit tekist að halda stöðu sinni vikum saman þrátt fyrir að Rússar hafi hótað þeim með „eldhelvíti stórskotaliðs og flugskeyta“ í kjölfar þess að Úkraínumenn náðu bænum á sitt vald í nóvember.

Einn þeirra herbloggara sem lætur mest í sér heyra vegna aðgerða Rússa við Krynky er Rybar sem hefur allt frá upphafi stríðsins verið kynntur til sögunnar sem mjög hliðhollur Kreml. Það hafa til dæmis CNN og Bloomberg gert.

Samkvæmt úttekt hins óháða rússneska miðils The Bell þá naut Rybar um hríð fjárstuðnings Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner-málaliðahópsins, sem lést í haust.

Allt frá upphafi stríðsins hefur Rybar hrósað Vladímír Pútín og rússneska hernum í hástert. En nú er annað hljóð komið í strokkinn.

Á Telegram, þar sem Rybar er með 1,1 milljón fylgjenda, skrifaði hann að margra vikna tilraunir til að hrekja Úkraínumenn aftur til baka yfir Dnipro hafi misheppnast vegna „skriffinnsku fábjána“ og „vanhæfni“.

Hann segir að rússnesku hermennirnir í Kherson séu berskjaldaðir fyrir drónaárásum og stórskotaliðsárásum. Þá hafi Úkraínumönnum verið gefinn kostur á að senda bæði flugvélar og þyrlur inn yfir Krynky til að ráðast á Rússa að baki víglínunni.

„Við stöndum frammi fyrir allskonar vandamálum. Í sumum tilfellum versnar staðan. Staðan varðandi loftvarnir í Kherson er í flokknum, „grátum á öxl hvers annars“ skrifaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Í gær

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi
Fréttir
Í gær

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa