fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Eyjan

Leggja fram vantrauststillögu á Svandísi þegar þing kemur saman

Eyjan
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 07:00

Svandís Svavarsdóttir. Mynd: DV/Hanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vantrauststillaga verður lögð fram á Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um leið og þing kemur saman þann 22. janúar. Miðflokkurinn boðar þetta og staðfesti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, þetta í samtali við Morgunblaðið.

„Við höfum áður sagt að ef ríkisstjórnin leysir ekki úr þessu máli áður en Alþingi kemur saman þurfi þingið að grípa inn í. Nú virðist, samkvæmt athugunum okkar, sem meirihluti sé fyrir vantrauststillögu og í ljósi þess má gera ráð fyrir að við leggjum hana fram, verði málið ekki leyst í millitíðinni,“ hefur Morgunblaðið eftir honum.

Hvað varðar afstöðu annarra stjórnarandstöðuflokka sagði Sigmundur að þeir verði að svara fyrir sig en Miðflokkurinn hafi heyrt hljóðið í þeim og það muni koma honum á óvart ef einhverjir úr stjórnarandstöðunni greiða ekki atkvæði með vantrauststillögunni.

Hann sagðist einnig telja að nægilega margir stjórnarþingmenn muni styðja tillöguna en margt geti breyst þar til þing kemur saman. Ríkisstjórnin geti greitt úr sínum málum sjálf eða þá að stjórnarliðar, sem er reiðubúnir til að styðja vantraust, verði talaðir til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Stóra Miðflokksfléttan

Orðið á götunni: Stóra Miðflokksfléttan
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Maður breytinga allt í einu harður á móti – hvað veldur?

Orðið á götunni: Maður breytinga allt í einu harður á móti – hvað veldur?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna

Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Daði Már Kristófersson: Hvatinn til að gera betur er veikur hjá hinu opinbera

Daði Már Kristófersson: Hvatinn til að gera betur er veikur hjá hinu opinbera