fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Segir kjarkleysi stjórnmálamanna valda orkuskorti í landinu – „Orðið tví­skinn­ung­ur hef­ur verið notað af minna til­efni“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 5. janúar 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þrátt fyr­ir að óbeisluð græn orka renni á hverri mín­útu til sjáv­ar á Íslandi er nú yf­ir­lýst­ur orku­skort­ur í land­inu. Á dög­un­um var lagt fram frum­varp á Alþingi sem tryggja átti al­menn­ingi og öll­um minni og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um raf­orku. Emb­ætt­is­manni, skömmt­un­ar­stjóra, á veg­um rík­is­ins var falið vald til að ákveða hverj­ir fengju raf­magn og hverj­ir ekki. Frá því var horfið og eins og frum­varpið lít­ur út núna er skömmt­un­ar­stjór­inn sjálf­ur ráðherra orku­mála.“ – Þetta segir Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Ice Fish Farm, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Jens segir að framsýni og hugrekki þurfi til að rjúfa kyrrstöðuna í virkjunarmálum og hann brýnir stjórnmálamenn til dáða:

„Skort­ur­inn er af­leiðing þess að stjórn­mála­menn hef­ur skort kjark og fram­sýni. Þessa eig­in­leika tvo verða stjórn­mála­menn að hafa, vilji þeir rísa und­ir þeirri ábyrgð sem felst í því að tryggja vöxt og verðmæta­sköp­un í sam­fé­lag­inu. Það er meg­in­und­ir­staða efna­hags­legr­ar vel­ferðar þjóða.“

Hann sakar menn um tvískinnung:

„Stjórn­mála­mönn­um hef­ur tek­ist að inn­leiða flók­in og tíma­frek reglu­verk sem hef­ur virkað eins og hönd dauðans á alla upp­bygg­ingu. All­ar fram­kvæmd­ir, veg­ir, raflín­ur, virkj­an­ir eða önn­ur leyf­is­ferli hjá einka­geir­an­um eru föst í ár og jafn­vel yfir ára­tug í feni reglu­verks og til­skip­ana. And­stæðing­um viðkom­andi fram­kvæmda tekst með enda­laus­um kær­um og töf­um að tefja eða stoppa nauðsyn­leg­ar fram­kvæmd­ir. Þetta er sami hóp­ur­inn og krefst orku­skipta með grænni orku. Orðið tví­skinn­ung­ur hef­ur verið notað af minna til­efni.“

Jens segir að flókin og tímafrek regluverk hamli uppbyggingu. Leyfisferli fyrir vegi, raflínur og virkjanir séu föst í feni regluverks árum og áratugum saman. Andstæðingum uppbyggingar takist að tefja eða koma í veg fyrir framkvæmdir með endalausum kærum. Garðar segir ennfremur:

„Vest­f­irðir eru keyrðir áfram af olíu. Ol­íukatl­ar í fiski­mjöls­verk­smiðjur eru þeirra nýj­ustu fjár­fest­ing­ar og millj­arðafjár­fest­ing­ar í skipt­um yfir í raf­orku í sömu verk­smiðjum standa ónotaðar sök­um orku­skorts. End­ur­nýj­un á flutn­ings­kerfi raf­orku er á mörg­um stöðum stopp sök­um þess að fá­menn­ur hóp­ur get­ur stoppað og tafið ferlið. Mörg verk­efn­in eru lífs­nauðsyn­leg þeim byggðum þar sem þessi verk­efni standa fyr­ir dyr­um. En það trufl­ar ekki and­stæðing­ana, sem fæst­ir, ef nokkr­ir, búa þar.“

Garðar brýnir stjórnmálamenn til að rísa upp og segja hingað og ekk lengra:

„Það þarf kjark til að standa upp og segja hingað og ekki lengra. Ekki fleiri starfs­hópa eða nefnd­ir. Ekki fleiri íþyngj­andi ákvæði, ferla og reglu­gerðir. Ein­föld­un og skil­virkni í leyf­is­veit­ing­um eiga að vera leiðar­stefið.

Orku­skort­ur á Íslandi er af­leiðing slæmra ákv­arðana. Það er von mín að nú standi ein­hverj­ir stjórn­mála­menn upp og láti verk­in tala. Hag­sæld þjóðar­inn­ar velt­ur á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“