fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Hætta á að stríðið á Gasa breiðist út til Líbanon og fleiri ríkja

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. desember 2023 09:00

Sprengjum hefur rignt yfir Gaza síðustu mánuði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drónaárás á Egyptaland. Sífellt fleiri flugskeytum skotið frá Líbanon. Enn umfangsmeiri landhernaður á Gasa. Allt er þetta þróun sem hefur átt sér stað síðan stríðið á milli Hamas og Ísraels hófst og nú óttast margir að átökin séu við það að breiðast út.

Ísraelsmenn hafa bætt í landhernað sinn á miðhluta Gasa að undanförnu og samtímis hótar einn af þremur ráðherrum í stríðsráðuneyti landsins að stigmagna stríðið á öðrum vígstöðvum.

Ráðherrann, Benny Gantz, segir að Hizbollah-hryðjuverkasamtökin í Líbanon séu að herða flugskeytaárásir sínar á Ísrael og ef þessum árásum linni ekki muni Ísraelsmenn grípa til aðgerða. Hizbollah njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. „Staðan við norðurlandamæri Ísraels kallar á breytingar og gluggi diplómatískra lausna er að lokast,“ sagði hann á fréttamannafundi á miðvikudaginn.

„Ef heimsbyggðin og líbanska ríkisstjórnin grípa ekki til aðgerða til að koma í veg fyrir að skotið sé á íbúa í norðurhluta Ísraels og fjarlægja Hizbollah frá landamærasvæðinu, mun ísraelski herinn gera það,“ sagði Gantz.

„Við neyðumst til að vera undirbúin undir að grípa til aðgerða ef nauðsyn krefur,“ sagði Herzi Haleve, æðsti yfirmaður ísraelska hersins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum