Tottenham hefur orðið fyrir áfalli því Cristian Romero, leikmaður liðsins, verður frá næstu vikurnar.
Miðvörðurinn meiddist aftan á læri í leik Tottenham gegn Everton á Þorláksmessu og mun þetta halda honum frá vellinum næstu vikurnar.
„Romero fór í skanna og er meiddur aftan á læri. Við erum að sjá fram á 4-5 vikur sem hann er frá,“ sagði Ange Postecoglou, stjóri Tottenham á blaðamannafundi í dag, en Tottenham mætir Brighton í næsta leik sínum annað kvöld.
Liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 36 stig, sex stigum frá toppliði Liverpool.