Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, setti ansi skemmtilegt met í gær er lið hans spilaði við Aston Villa.
Garnacho átti flottan leik fyrir heimamenn sem unnu 3-2 sigur en hann skoraði tvennui í viðureigninni.
Villa komst í 2-0 í þessum leik en Garnacho skoraði síðar tvö mörk áður en Rasmus Hojlund gerði sigurmarkið.
Garnacho er nú sá yngsti í sögu úrvalsdeildarinnar til að skora tvö eða fleiri mörk á annan í jólum og bætir þar met Michael Owen.
Garnacho er 19 ára og 178 daga gamall en Owen gerði tvö mörk fyrir Liverpool gegn Newcastle árið 1999 þá 20 ára og 12 daga gamall.
Skemmtilegt met fyrir þennan ágæta Argentínumann að eiga en hann var besti maður vallarins í sigrinum í gær.