Liverpool 1 – 1 Arsenal
0-1 Gabriel(‘4)
1-1 Mo Salah(’29)
Stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en leikið var á Anfield, heimavelli Liverpool.
Arsenal kom í heimsókn og byrjaði leikinn mjög vel og eftir örfáar mínútur var staðan orðin 1-0 fyrir gestunum.
Varnarmaðurinn Gabriel skoraði þá eftir fjórar mínútur en hann skallaði þá aukaspyrnu Martin Odegaard í netið.
Það tók Liverpool ekki of langan tíma að jafna en Mohamed Salah skoraði frábært mark á 29. mínútu og staðan jöfn.
Bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið og þá sérstaklega Trent Alexander-Arnold í seinni hálfleik.
Trent komst einn gegn David Raya markmanni Arsenal en setti boltann í slá og mistókst að tryggja sigurinn.
Lokatölur 1-1 á Anfield og er Arsenal enn á toppnum með 40 stig og er Liverpool sæti neðar með 39.