fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Segir að Arsenal hafi sýnt sér litla virðingu – „Allir vildu losna við mig, allir nema einn maður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. desember 2023 18:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Granit Xhaka, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að enginn nema knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hafi viljað halda sér hjá félaginu árið 2019 þegar miðjumaðurinn virtist á barmi þess að fara annað.

Svisslendingurinn ræðir við The Athletic í nýju viðtali um málið en eins og frægt er var baulað á Xhaka á leið af velli í leik Arsenal gegn Crystal Palace 2019. Kastaði hann treyju sinni meðal annars í jörðina fyrir framan alla í kjölfarið.

Þarna var tími Unai Emery við stjórnvölinn að líða undir lok en ljóst var að hann vildi lítið með Xhaka hafa. Inn kom Arteta.

„Félagið sýndi mér litla virðingu þrátt fyrir að ég væri fyrirliði. Það var ljóst að allir vildu losna við mig sem fyrst, allir nema einn maður: Mikel Arteta,“ segir Xhaka.

„Mikel sagði mér að fara áfram en ég var ekki viss. Ég gat ekki séð mig fyrir mér spila fyrir Arsenal á ný. Ég sagði honum að ég vildi fara eitthvert þar sem stuðningsmenn bauluðu ekki á mig. En hann var svo sannfærandi.“

Xhaka endaði þó á að vera hjá Arsenal í næstum fjögur ár til viðbótar, þar til hann fór til Bayer Leverkusen í sumar.

„Í fyrsta sinn í mínu lífi tók ég ákvörðun án þess að tala við fjölskylduna mína fyrst. Ég sagði að ég myndi vera áfram. Ég sneri aftur á æfingar og það var eins og ekkert hefði í skorist.

Mikel fékk mig til að spila á stigi sem ég vissi að ég gæti alltaf. Fjórum árum síðar skoraði ég næstum þrennu (gegn Wolves í síðasta leik sínum fyrir félagið) og stuðningsmenn Arsenal sungu nafn mitt og báðu mig um að vera áfram. Þetta var algjört gæsahúðar-augnablik,“ segir Xhaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“