Hann var við þetta tilefni spurður hvort samningurinn heimili Bandaríkjamönnum að koma kjarnorkuvopnum fyrir í Svíþjóð. „Nei, afstaða Svía er vel þekkt. Við sjáum enga þörf fyrir kjarnorkuvopn í Svíþjóð og Bandaríkin hafa sagt að þau virði þetta,“ sagði hann.
Svíar veita Bandaríkjunum heimild til að koma vopnum og skotfærum fyrir í sænskum herstöðvum og það verða Bandaríkjamenn sem verða með yfirráð yfir vopnunum og skotfærunum og ákveða hvar þeim verður komið fyrir.
Bandarískir hermenn munu fá óhindraðan aðgang að herstöðvunum 17 og þurfa ekki að greiða skatt né hafa vegabréf eða fá vegabréfsáritun til að koma til Svíþjóðar.
Norðmenn og Eystrasaltsríkin hafa gert svipaðan samning við Bandaríkin og Finnar eru við það að ljúka við að gera slíkan samning. Danir eru einnig í viðræðum við Bandaríkjamenn um svipaðan samning.