fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Svíar heimila Bandaríkjamönnum afnot af 17 herstöðvum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. desember 2023 09:00

Sænskir hermenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar hafa gert víðtækan varnarsamning við Bandaríkin. Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, fór nýlega til Bandaríkjanna til fundar við ráðamenn í varnarmálaráðuneytinu Pentagon og til að skrifa undir varnarsamning ríkjanna.

Hann var við þetta tilefni spurður hvort samningurinn heimili Bandaríkjamönnum að koma kjarnorkuvopnum fyrir í Svíþjóð. „Nei, afstaða Svía er vel þekkt. Við sjáum enga þörf fyrir kjarnorkuvopn í Svíþjóð og Bandaríkin hafa sagt að þau virði þetta,“ sagði hann.

Svíar veita Bandaríkjunum heimild til að koma vopnum og skotfærum fyrir í sænskum herstöðvum og það verða Bandaríkjamenn sem verða með yfirráð yfir vopnunum og skotfærunum og ákveða hvar þeim verður komið fyrir.

Bandarískir hermenn munu fá óhindraðan aðgang að herstöðvunum 17 og þurfa ekki að greiða skatt né hafa vegabréf eða fá vegabréfsáritun til að koma til Svíþjóðar.

Norðmenn og Eystrasaltsríkin hafa gert svipaðan samning við Bandaríkin og Finnar eru við það að ljúka við að gera slíkan samning. Danir eru einnig í viðræðum við Bandaríkjamenn um svipaðan samning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra