fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

HK ræður Söndru til starfa

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. desember 2023 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengið hefur verið frá ráðningu Söndru Sigurðardóttur sem framkvæmdastjóra HK. Sandra er með víðtæka reynslu úr íþróttastarfi sem yfirþjálfari og framkvæmdastjóri fimleikadeildar Hamars og stjórnarmaður í fimleika- og knattspyrnudeild félagsins ásamt því að hafa sinnt stjórnarsetu og trúnaðarstörfum fyrir ýmis sérsambönd.

Hún hefur verið í eigin rekstri tengdum heilsueflingu, starfað sem kennari á leikskóla- og grunnskólastigi og verið leiðandi í bæjarmálum í Hveragerði.

Sandra er með b.sc. gráðu í íþrótta- og heilsufræði og MBA próf frá Háskóla Íslands, hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og mikla reynslu af stefnumótun og innleiðingu stefnu. Sandra mun hefja störf 1. febrúar 2024.

„Ég mæti spennt til leiks í nýju verkefni og hlakka til að stækka og efla HK hjartað. Félagið hefur mikla vaxtamöguleika í gegnum allar þær fjölbreyttu deildir sem þar eru og komandi uppbyggingu á félagssvæðinu. Við erum með öflug þjálfarateymi og metnaðarfulla sjálfboðaliða sem ég hlakka til að starfa með auk þeirra tæpu þrjú þúsund iðkenda sem hjá félaginu eru. Við ætlum að fjölga þeim enn frekar um leið og við skilum bikurum í hús,“ segir Sandra Sigurðardóttir, nýráðin framkvæmdastjóri HK:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar
433Sport
Í gær

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United