fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Segja lífeyrissjóði ekki viljuga til að hjálpa Grindvíkingum – „Ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar“

Eyjan
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 12:23

Grindavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn tveggja grindvískra verkalýðsfélaga segjast hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með forsvarsmenn lífeyrissjóða sem að skelli skollaeyrum við ákalli þeirra um aðstoð. Þetta kemur fram yfirlýsingu þeirra Harðar Guðbrandssonar, formanns Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einars Hannesar Harðarsonar, formanns Sjó­manna­fé­lags Grinda­vík­ur.

„Í þeim hremmingum sem Grindvíkingar hafa lent í hafa undirritaðir þurft að eiga samtöl, misjafnlega kurteis þó, við fjölmarga pólitíkusa, bankastjóra, stofnanir og alls konar fólk. Sumir aðilar hafa strax unnið með okkur en aðra hefur þurft að sannfæra. Svo er það einn hópur sem virðist ekki ætla að hlusta á okkur; er ekki til í að hjálpa okkur og tekur eins lítið tillit til Grindvíkinga og hægt er. Þetta eru lífeyrissjóðir – þið vitið sjóðirnir sem launafólk leggur að minnsta kosti 15,5% af laununum sínum inn í um hver mánaðarmót og er eign okkar,“ segir formennirnir.

Benda þeir á að lífeyrissjóðirnir virðist ætla að bjóða þeim Grindvíkingum sem eru í hremmingum verri kjör en bankar og Íbúðalánasjóður hafa gert.

„Stjórnendur fela sig á bak við lagaumhverfið en svo vitum við líka að atvinnurekendur, sem sitja í stjórnum sjóðanna, berjast á móti því að lífeyrissjóðirnir bjóði upp á sömu kjör og aðrar fjármálastofnanir gera. Fjölmargar breytingar á lagaumhverfi hafa komið til frá hruni. Þannig var ekki mikið mál að breyta lögum þegar bjarga þurfti Icelandair, svo dæmi sé tekið,“ segir í yfirlýsingu.

Telja Hörður og Einar að um sé að ræða um 100 húsnæðislán sem Grindvíkingar hafa hjá lífeyrissjóðum landsins, lán þar sem ekkert sé hægt að gefa eftir. „Það sem veldur kannski mestum vonbrigðum er að grindvískir atvinnurekendur, sem margir hverjir eru stórir aðilar, virðast ekki vera reiðubúnir til að setja þrýsting um úrlausn mála á sitt fólk í stjórnum sjóðanna. Er nema von að fólk sem hefur valið að taka lán hjá sínum lífeyrissjóði sé reitt og viti ekkert hvernig það á að leysa úr stöðunni? Lífeyrissjóðirnir hafa boðið upp á frystingu lána; úrræði sem étur upp eigið fé lántaka á meðan frystingunni stendur.“

Að mati verkalýðsleiðtoganna er þetta í enn eitt skiptið sem lífeyrissjóðir sýni með háttalagi sínu að þeir hugsa ekki um heildarhagsmuni heldur fyrst og fremst um skoðanir fyrirtækjaeigenda.
„Enn einu sinni renna þeir stoðum undir þá skoðun launafólks að þeim sé ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar. Atvinnurekendur þurfa að fara út úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Það er auðvitað mikilvægt að hugsað sé um ávöxtun þessara sjóða, en einnig þarf að hugsa um samfélagslegt hlutverk þeirra.“

Boða þeir Hörður og Einar að þeir muni hvetja til og halda til streitu mótmælum við skrifstofur stærstu lífeyrissjóða landsins og meðan sjóðirnir gangi ekki í takt við fólkið sem greiðir í sjóðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið