Einkaþjálfarinn Kristbjörg Einarsdóttir svarar áhyggjufullum fylgjendum í færslu á Instagram.
„Ég hef fengið nokkrar spurningar um af hverju ég hef verið svona óvirk á samfélagsmiðlum upp á síðkastið og til að gera langa sögu stutta… Það hefur verið mikið í gangi í lífi okkar undanfarna mánuði og ég hef ekki gefið mér tíma til að vinna úr því þar sem lífið fer venjulega á 100 kílómetra hraða,“ segir hún.
„Með fráfalli systur Arons, miklu álagi í lífinu almennt og mikilli óvissu, og ofan á það kemur hræðilega þjóðarmorðið sem er að eiga sér stað í Palestínu. Ég vakna á hverjum morgni svo sorgmædd, svo vonlaus og búin á því, sem er svo ólíkt mér.“
Aron Einar Gunnarsson, eiginmaður Kristbjargar og fyrirliði Íslands í knattspyrnu, missti systur sína, Tinnu Björg Malmquist Gunnarsdóttur, í september.
„Við förum öll í gegnum erfið tímabil og eitt sem ég hef lært síðastliðna mánuði er að það er mjög erfitt að vera til staðar fyrir fólkið sem þú elskar þegar glasið er hálf tómt. Mér líður eins og ég sé búin að týna hluta af sjálfri mér og ætla að einbeita mér að því að vinna í mér, bæði andlega og líkamlega, og finna MIG aftur,“ segir Kristbjörg.
View this post on Instagram
Einkaþjálfarinn er með rúmlega 29 þúsund fylgjendur á miðlinum. Hún og Aron eiga húðvörufyrirtækið AK Pure Skin.