fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Svikamylla Katrínar og Sigurvins hrundi í Héraðsdómi – Seldu forsmíðað sumarhús sem aldrei fékkst afhent

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 24. nóvember 2023 16:24

Sigurvin Freyr og Katrín María

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að félagið SF Capital ehf, sem er í eigu parsins Katrínar Maríu Karlsdóttur og Sigurvins Freys Hermannssonar, beri að endurgreiða Sigurði Vigni Óðinssyni, tæpar 10,5 milljónir króna. Sigurður Vignir keypti forsmíðað Smart Modular sumarhús frá fyrirtækinu í júní 2022  og millifærði áðurnefnda uppphæð á fyrirtækið í tveimur greiðslum auk vaxta og verðtryggingar. Þá eigi fyrirtækið og eigendur þess að borga 1,2 milljónir króna í málskostnað.

Borgaði tug milljóna en aldrei barst neitt hús til landsins

Heildarkaupverð hússins, sem átti að koma frá úkraínska fyrirtækinu, TICAB HOUSE Universal Technology LLC, var rétt tæplega 15 milljónir króna og greiddi kaupandinn eins og áður segir 2/3 hluta þeirrar upphæðar í tveimur greiðslum. Restin átti að greiðast tveimur vikum eftir afhendingu hússins en til þess kom ekki því húsið kom aldrei til landsins og var því ekki afhent.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem DV fjallar um meinta sviksemi fyrirtækisins. Í sumar steig skagfirski veitingamaðurinn Árni Björn Björnsson fram í viðtali við DV og sagði farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við parið. Var mál Árna Björns keimlíkt máli Sigurðar Vignis. Greitt var inn á rándýrt sumarhús sem aldrei barst til landsins þrátt fyrir afsakanaflóð Sigurvins Freys sem sá aðallega um samskiptin við kaupendur. Sagði Árni Björn að vissi til þess að margir kaupendur sætu eftir með sárt ennið og ljóst er að það er svo sannarlega að verða raunin.

Sjá einnig: Árni Björn lenti í tugmilljóna svikum eftir að hafa keypt forsmíðað timburhús – „Það þarf að stöðva þennan mann því hann hefur valdið miklum skaða”

Úkraínska fyrirtækið kannaðist ekki við neina pöntun

Mál Sigurðar Vignis er nánast áþekkt frásögn Árna Björns í fyrri frétt DV. Eftir að hafa borgað greiðslurnar tvær hafi ekkert bólað á húsinu en Sigurvin Freyr hafi verið með afsakanir á reiðum höndum. Hafi hann meðal annars sýnt reikninga þess efnis að greitt hafi verið fyrir húsið hjá úkraínska fyrirtækinu sem og farmbréf um að hús væru á leiðinni með skipi. Aldrei barst þó húsið og þá hafi afsökunin verið sú að það hafi verið tvíselt af framleiðanda. Að endingu hafi Sigurður Vignir forvitnast um málið beint hjá úkraínska fyrirtækinu sem kannaðist ekki við að slíkt hús hafi verið pantað né greitt fyrir það. Eftir það hætti Sigurvin að svara spurningum hins ósátta kaupanda.

Sögðust sjálfa hafa verið svikin

Í dómi Héraðsdóms kemur fram að málsvörn Sigurvins Freys og Katrínar Maríu  hafi fyrst verið sú að Úkraínustríðið hafi gert það að verkum að húsið barst aldrei til landsins. Síðar hafi þau hins vegar horfið frá þeirri málsvörn og haldið því fram að greiðslurnar til úkraínska fyrirtækisins hafi sannarlega verið inntar af hendi og en þau verið svikin um afhendingu hússins. Þá freistuðust þau bæði til að reyna að sýna fram á aðildarskort að málinu.

Niðurstaða dómstólsins var sú að gögn frá Sigurvini Frey og Katrínu Maríu héldu ekki vatni og að þau hafi ekki verið í góðri trú þegar þau seldu Sigurði Vigni umrætt hús. Þau hafi því sýnt af sér saknæma háttsemi og beri að endurgreiða kaupandanum sumarhúsið.

Þá kemur fram að málið sé nú rannsakað sem sakamál hjá héraðssaksóknara en að sú rannsókn sé skammt á veg komin.

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“