fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Guðni býður sig fram til formanns á nýjan leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 15:34

Guðni Bergsson er fyrrum formaður KSÍ og býður sig nú fram að nýju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ að nýju en kosið verður á ársþingi KSÍ í febrúar.

Vanda Sigurgeirsdóttir tilkynnti á dögunum að hún hyggðist ekki gefa kost á sér áfram.

Guðni sagði upp störfum sem formaður árið 2021 eftir mikið fjaðrafok en í hans formannstíð var KSÍ sakað um að bregðast ekki við meintu ofbeldi landsliðsmanna.

Hann er sá eini sem hefur tilkynnt um framboð sitt til næsta formanns hingað til.

„Eftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári,“ segir í fréttatilkynningu Guðna.

Tilkynningin í heild
Yfirlýsing um framboð til formanns KSÍ

Eftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári. 

Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.

Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt. Í þeim verkefnunum sem öðrum skiptir máli að við vinnum öll í saman að framgangi fótboltans í landinu. Fótboltinn samanstendur af mörgum þáttum en er ein öflug heild sem stöðugt þarf að huga að.

Ég mun fara betur yfir helstu stefnumál mín og áherslur þegar nær dregur ársþingi.

Með fótboltakveðju,

Guðni Bergsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029