fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Venesúelabúarnir frjálsir ferða sinna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. nóvember 2023 13:16

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 180 manna hópur Venesúelabúa sem fóru í sjálfviljugri för frá Íslandi til heimalandsins í dag eru nú frjálsir ferða sinna og búnir að fá vegabréfin sín aftur.

Mbl.is greinir frá þessu og ræðir við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra.

„Í fyrstu var fólk frels­is­svipt en við feng­um síðan upp­lýs­ing­ar um það frá stjórn­völd­um eft­ir óform­leg­um leiðum að all­ir séu orðnir frjáls­ir ferða sinna og hafi verið það eft­ir sól­ar­hring. Að þetta hafi verið skrán­ing­ar­form hjá venesú­elsk­um stjórn­völd­um,” segir Guðrún, og ennfremur:

„Við höf­um fengið upp­lýs­ing­ar inn­an hóps­ins að all­ir séu með vega­bréf­in sín. Við þurf­um vita­skuld að staðreyna það sem þarna gerðist og fá nán­ari upp­lýs­ing­ar inn­an úr hópn­um sem þarna var.“

Fjölmiðill í Venesúela greindi frá því í gær að fólkið hefði verið handtekið, eigur þess gerðar upptækar og það látið skrifa undir yfirlýsingu þar sem það játaði á sig föðurlandssvik. Margar ábendingar sama efnis bárust hingað til lands frá hópnum og greint frá því í flestum innlendum fjölmiðlum í gær.

DV bárust ábendingar í morgun frá aðila hvers aðstandandi var í hópnum í gær og hafði ekki hlotið þá meðferð sem hér er lýst. „Hann sagði að móttökurnar hefðu verið til fyrirmyndar. Enginn var rændur og það var komið vel fram við fólkið að öllu letti. Þeir eru með einhverskonar móttökuferli sem mér skilst að taki tvo daga en þau fá gistingu og þess háttar,“ segir maðurinn.

Sjá einnig: Flóttamennirnir handteknir við komuna til Venesúela – 80 milljónir af íslensku fé virðast hafa farið í hendur einræðisherra landsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Í gær

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Í gær

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“