Stjörnumenn hafa fengið frábærar fréttir fyrir næstu leiktíð en Emil Atlason hefur krotað undir nýjan samning við félagið.
Emil skoraði 17 mörk í 21 deildarleik fyrir Stjörnuna í sumar en hann varð markahæsti leikmaður deildarinnar.
Framherjinn hefur nú gert samning til ársins 2026 og er því bundinn í Garðabænum næstu þrjú árin.
Valur var orðað við Emil eftir tímabilið sem og Víkingur en Emil hefur spilað með Stjörnunni undanfarin þrjú ár.
Emil á nóg eftir á ferlinum en hann er þrítugur að aldri og er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.