fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Cameron snýr aftur

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. nóvember 2023 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Cameron sem var forsætisráðherra Bretlands frá 2010-2016, en sagði af sér eftir að breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að Bretland skyldi segja sig úr Evrópusambandinu, var fyrr í dag skipaður utanríkisráðherra Bretlands.

Cameron, sem tilheyrir Íhaldsflokknum, er ekki lengur þingmaður í neðri deild þingsins en yfirleitt eru allir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands einnig þingmenn. Honum hefur verið úthlutað þingsæti í lávarðadeild þingsins en lítil hefð er fyrir ráðherrum í Bretlandi sem eiga ekki sæti á þingi.

Skipan Cameron er hluti af ráðherraskiptum Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, en James Cleverley sem var utanríkisráðherra verður innanríkisráðherra. Cleverley tekur við því embætti af Suella Braverman en Sunak rak hana úr embætti eftir að hún hafði sakað lögregluna um að mismuna ólíkum hópum mótmælenda.

Pat McFadden þingmaður Verkamannaflokksins segir Rishi Sunak hafa lofað umbótum og breytingum og sagt Cameron hluta af ástandi sem snerist um kyrrstöðu. Endurkoma Cameron sýni að slíkt tal sé innantómt hjal.

Fyrir skömmu gagnrýndi Cameron Sunak opinberlega fyrir að taka þá ákvörðun að ekki yrði af byggingu norðurhluta svokallaðrar HS2 lestarleiðar. Cameron sagði þessa ákvörðun gefa þeim gagnrýnisröddum undir fótinn sem segðu að Bretland væri á leið í ranga átt og að það skorti langtímahugsun við stjórn landsins.

Talsmaður Frjálslyndra demókrata í utanríkismálum, Layla Moran, sagði það lykta af örvæntingu að kalla fyrrum forsætisráðherra til liðs við ríkisstjórnina. Hún minnti á að Cameron hefði gagnrýnt Sunak opinberlega og að forsætisráðherrann fyrrverandi hefði í Covid-faraldrinum beitt sér í þágu fjármálafyrirtækisins Greensill. Það fyrirtæki fékk leyfi eftir þrýsting Cameron og fleiri áhrifamikilla aðila til að veita lán, vegna fjárhagslegra afleiðinga faraldursins, með ríkisábyrgð. Cameron átti hlut í fyrirtækinu. Opinber rannsókn fór fram á því hvernig Cameron beitti sér í þágu fyrirtækisins en niðurstaðan var að hann hefði ekki brotið nein lög um hagsmunagæslu.

Moran sagði Sunak vera farinn að skrapa botninn í Íhaldsflokknum.

Chris Bryant þingmaður Verkamannaflokksins sagði skipun Cameron ekki hjálpa Rishi Sunak við að setja saman ríkisstjórn byggða á fagmennsku og heilindum.

Mirror greindi frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar