fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Eiður Ben ráðinn til starfa hjá Breiðabliki

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 09:46

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Benedikt Eiríksson hefur verið ráðinn inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Breiðabliki og hóf hann störf í byrjun þessarar viku.

Félagið staðfestir þetta með fréttatilkynningu, en Eiður kemur til með að aðstoða Halldór Árnason, aðalþjálfara.

Eiður mun þar að auki koma að þjálfun og greiningum í starfi yngri flokka Breiðabliks í samstarfi með þjálfurum 4. – 2. flokks drengja.

Eiður var nú síðast í þjálfarateymi KA sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, en hann hefur einnig starfað sem þjálfari kvennaliðs Vals og um stutt skeið hjá Þrótti Vogum.

Eiður verður á hliðarlínunni þegar Breiðablik tekur á móti Gent á Laugardalsvelli í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar i kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu