fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

VAR setti met í úrvalsdeildinni í gær

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. október 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

VAR á Englandi bætti eigið met í gær er Bournemouth og Burnley áttust við í ensku úrvalsdeildinni.

Bournemouth vann þar 2-1 sigur á Burnley en Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði gestanna.

VAR er svo sannarlega umdeilt fyrirbæri en það tók yfir fimm mínútur að dæma Jay Rodriguez rangstæðan í leik gærdagsins.

Dómarar leiksins tóku sinn tíma í að ákveða að mark Rodriguez fengi ekki að standa og hefur VAR aldrei verið eins lengi að taka ákvörðun.

Línuvörður vallarins flaggaði um Rodriguez rangstæðan og eftir langt ferli þá var sú ákvörðun dæmd gild.

VAR hefur aldrei verið svo lengi að dæma í knattspyrnuleik á Englandi en metið var áður þrjár mínútur og 45 sekúndur í leik Sheffield United og Tottenham árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar