Andre Onana markvörður Manchester United mun standa vaktina í marki Kamerún þegar liðið mætir Rússlandi þar í landi á morgun.
Rússar fá ekki að taka þátt í alþjóðlegum knattspyrnuleikjum en fá leyfi til að spila æfingaleiki.
Ástæðan er innrás Rússlands í Úkraínu en Onana og félagar frá Kamerún ferðast til Rússlands í dag.
Leikur liðanna fer fram í Moskvu á morgun en Bryan Mbeumo framherji Brentford er einnig í hópnum.
Onana hefur verið í miklum vandræðum hjá Manchester United eftir að félagið keypt hann í sumar en hann hefur ítrekað verið að gefa mörk.