fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Zlatan með sleggju um Ten Hag og ber saman hlutina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. október 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic fyrrum framherji Ajax og Manchester United efast um að Erik ten Hag sé rétti maðurinn fyrir Manchester United.

Ten Hag er í tómu brasi hjá United og gæti misst starfið ef ekkert fer að breytast.

„Það þarf að hafa mismunandi aga, Ajax er félag með hæfileika. Þar eru ungir og efnilegir leikmenn, engar stjörnur,“ segir Zlatan.

„Hver er reynsla Ten Hag? Ungir leikmenn, hann kemur til United og það eru annað hugarfar.“

„Leikmennirnir þar telja sig vera stórstjörnur, þú getur ekki komið fram við þá á sama hátt og hjá Ajax.“

„Hversu mikinn tíma fær þjálfari? Það fer eftir eigendum, ef þú hlustar á stuðningsmenn þá vilja þeir vinna. Ég skil það vel, þeir voru vanir því að vinna og vilja það aftur.“

Zlatan hélt svo áfram að ræða um United. „United verður að vinna, þeir verða að vinna alla titla sem spilað er um,“ segir Zlatan.

„Nágrannar þeirra í City eru að slátra þeim. Það verða allir að taka ábyrgð að láta draumana rætast, þú verður að finna réttu leiðina og gefa allt í botn.“

„Það verður að vera plan, hugmyndafræði sem fylgt er eftir. Þú trúir á planið eða ekki, stjórinn virðist vera með tvö plön í gangi.“

„Svo gerast svona hlutir eins og með Cristiano og Sancho, ég skil það ekki.“

„Þegar það gengur vel þá eru áfram vandamál en þú sérð þau ekki því þú ert að vinna leiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Í gær

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Í gær

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Í gær

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar