fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Kennir kókaíni um að hafa gert lítið úr sex ára hetju sem lést úr krabbameini

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. október 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dale Houghton, 31 árs stuðningsmaður Sheffield Wednesday mætti fyrir dómara í gær. Hann var handtekinn eftir Sheffield og Sunderland á laugardag fyrir að hæðast að stuðningsmönnum Sunderland með því að veifa mynd af Bradley Lowery á síma sínum á vellinum.

Houghton mætti fyrir dómara í gær og sagðist hafa misst vinnuna vegna málsins. Sagðist hann hafa fengið sér mikið af kókaíni fyrir leikinn og kenndi því um hegðun síuna.

Bradley var mikill stuðningsmaður Sunderland en hann lést úr krabbameini 2017, aðeins sex ára gamall.

Hann vann sig inn í hug og hjörtu heimsins með baráttu sinni við krabbameinið og átti einstakt vinasamband við Jermaine Defoe, þá leikmann Sunderland. Þá hjálpaði Bradley til við að safna meira en milljón punda í góðgerðamál.

Móðir Bradley ræddi við fjölmiðla og þakkar hún Wednesay fyrir viðbrögð sín. Stuðningsmannahópur kvennaliðsins hefur til að mynda sett af stað söfnun fyrir góðgerðasjóð sem er í nafni Bradley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Í gær

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Í gær

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Í gær

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar