Það er stórleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag er Liverpool heimsækir Tottenham.
Bæði lið hafa byrjað nokkuð vel á þessu tímabili og eru taplaus eftir fyrstu sex umferðirnar.
Liðin spila blússandi sóknarbolta og má búast við mörkum í viðureigninni sem hefst klukkan 16:30 í London.
Hér má sjá byrjunarliðin.
Tottenham: Vicario, Porro, Romero, Van de Ven, Udogie, Bissouma, Sarr, Maddison, Kulusevski, Richarlison, Son.
Liverpool: Alisson, Gomez, Matip, Van Dijk, Robertson, Mac Allister, Szoboszlai, Jones, Diaz, Salah, Gakpo.