Ísland 1 – 0 Wales
1-0 Glódís Perla Viggósdóttir(’18)
Íslenska kvennalandsliðið byrjar á flottum sigri í Þjóðadeildinni en leikið var gegn Wales nú í kvöld.
Um var að ræða fyrsta leik Íslands frá upphafi í keppninni en hún var nýlega stofnuð kvennamegin.
Aðeins eitt mark var skorað á Laugardalsvelli en það gerði fyrirliðinn okkar Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís skoraði eftir 18 mínútur í fyrri hálfleik og tryggði þrjú sterk stig í fyrsta leik riðilsins.