KULDI er lang vinsælasta myndin í kvikmyndahúsum þriðju vikuna í röð sem er frábær árangur. Nú hafa 20 þúsund gestir upplifað þennan magnaða spennutrylli sem byggður er á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur.
Með aðalhlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Mikael Kaaber, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Þá fer Ólöf Halla Jóhannesdóttir einnig með stórt hlutverk í myndinni, en hún er dóttir Jóhannesar Hauks og leikur sömuleiðis dóttur hans í myndinni.
Leikstjóri og handritshöfundur er Erlingur Óttar Thoroddsen / Framleiðendur Kulda eru Sigurjón Sighvatsson og Heather Millard.