fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Dómsmálaráðherra vill reyna að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd – Boðar ný frumvörp

Eyjan
Miðvikudaginn 20. september 2023 09:00

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær lagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fram minnisblað á fundi ríkisstjórnarinnar þar sem hún gerði grein fyrir stöðu mála varðandi umsóknir um alþjóðlega vernd. Þær eru nú orðnar 3.104 og stefnir í að þær verði á fimmta þúsund hið minnsta í lok árs að sögn Guðrúnar. Í fyrra var metár á þessu sviði en þá sóttu 4.520 um alþjóðlega vernd.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Guðrúnu að við verðum að laga okkur að nágrannalöndunum, hér sé ekki hægt að vera með einhverjar sérreglur sem eru á skjön við það sem aðrar þjóðir gera.

„Þetta er meiri fjöldi en ég tel að innviðir okkar ráði við og það er alveg ljóst að við verðum að reyna að fækka þessum umsóknum,“ sagði Guðrún. Hún sagðist telja líklegt að umsóknum um alþjóðlega vernd fjölgi eftir því sem líður á árið og reikna megi með að þær verði svipað margar á þessu ári og því síðasta.

Flestar umsóknirnar á þessu ári eru frá Venesúela eða 1.270, næstflestar frá Úkraínu eða 1.140. Meirihluti umsækjenda eru karlmenn.

Guðrún sagðist vera að leita leiða til að hægt sé að snúa fólki, sem er með tilhæfulausar umsóknir, hraðar til baka og hvernig sé hægt að vinna hraðar úr umsóknunum.

„Ég er að leita allra leiða til þess að styrkja Útlendingastofnun í þeirri vinnu, sem og hvað við getum gert til að færri komi hingað til lands sem eiga hingað ekkert erindi. Það er skýrt að hugmyndafræði okkar er að veita fólki í neyð skjól og hjálpa fólki sem þarf á hjálp að halda. En það er mikill hluti umsókna tilhæfulaus og það fólk verður að finna sér annan farveg en þann að koma hingað í gegnum verndarkerfið sem ætlað er fólki í neyð,“ sagði hún.

Guðrún mun leggja fram tvö frumvörp á Alþingi í vetur varðandi þennan málaflokk. Annað um afnám séríslenskra málsmeðferðareglna og hitt um búsetuúrræði með takmörkunum fyrir þá sem dveljast hér ólöglega, svipað og gert er í nágrannalöndum okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi