Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði segir sigur Íslands á Bosníu í kvöld hafa verið kærkominn eftir erfiðan kafla hjá liðinu.
„Þetta er kærkomið. Sérstaklega eftir föstudaginn sem voru gríðarleg vonbrigði, að koma aftur á Laugardalsvöllinn og vinna,“ segir Jóhann við 433.is eftir leik.
„Leikirnir í sumar voru góðir en við náðum ekki úrslitum svo það var virkilega sætt að vinna í dag.“
Sigurinn í kvöld gerði mikið fyrir Strákana okkar.
„Hann gerði helling fyrir okkur. Það hefur ekki verið mikið um sigra undanfarið.“
Viðtalið í heild er hér að neðan.