fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Sífellt fleiri rússneskum hermönnum er refsað fyrir að neita að berjast

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. september 2023 07:00

Vegfarandi virðir fyrir sér lík rússneskra hermanna í Kupiansk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári þyngdi Vladímír Pútín refsirammann fyrir þá hermenn sem neita að hlýða fyrirmælum yfirmanna sinna, þar á meðal ef þeir neita að berjast í Úkraínu.

Nýlega kvað dómstóll í Primorsky-héraði upp dóm yfir tveimur hermönnum sem voru kvaddir í herinn í september á síðasta ári. Þegar þeir voru sendir til Úkraínu mánuði síðar neituðu þeir að berjast og nú hafa þeir verið dæmdir fyrir það.

Þeir voru sendir til Rússlands í kjölfar þess að þeir neituðu að berjast og í apríl og maí neituðu þeir þrisvar sinnum að snúa aftur til Úkraínu. Á Telegramrásinni t.me/voen-advokaty/1000 kemur fram að þeir hafi verið dæmdir í tveggja ára og átta mánaða fangelsi sem þeir eiga að afplána í opnu fangelsi.

Báðir hermennirnir neituðu sök og sögðust ekki hafa getað barist í Úkraínu þar sem þá skorti þjálfun og hafi „óttast um líf sitt og heilsu“.

Þetta mál er aðeins eitt fjöldamargra sem hafa verið tekin fyrir dóm og fer málunum sífellt fjölgandi að sögn fjölmiðilsins Sibir.Realii sem fór í gegnum mál, sem hafa verið tekin fyrir af rússneskum herdómstólum, í samvinnu með rannsóknarhópinn Sistema.

Frá 24. september 2022 til 24. ágúst 2023 bárust herdómstólum að minnsta kosti 2.930 mál. Í júlí bárust þeim 522 ný mál. 75% af málunum hafa verið afgreidd af herdómstólunum.

Flest málin snúast um hermenn sem eru sakaðir um að hafa yfirgefið herdeildir sínar í leyfisleysi. Það er vægari ákæra en fyrir liðhlaup en á móti er einnig auðveldara fyrir saksóknara að færa sönnur á að viðkomandi hafi yfirgefið herdeild sína í leyfisleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti