Talsmenn síðari kenningarinnar hafa fengið vind í seglin að undanförnu í kjölfar þess að Úkraínumenn náðu bænum Robotyne í Zaporizjzja-héraði á sitt vald en hann er mjög mikilvægur út frá hernaðarlegu sjónarmiði.
Það að þeir hafa náð bænum á sitt vald veldur miklum þrýstingi á hina svokölluðu Surovikinlínu en það er hin stóra varnarlína sem Rússar hafa komið upp. Hugsanlega opnar fall bæjarins fyrir sókn Úkraínumanna í suður en þar er bærinn Tomak, sem er gríðarlega mikilvægur varðandi umferð um svæðið, og stórborgin Melitopól og í besta falli Asóvshaf.
Einnig hefur verið skýrt frá sigrum Úkraínumanna í og við Bakhmut í Donetsk en þar hefur verið hart barist í 13 mánuði.
Vestrænir áhrifamenn hafa að undanförnu lýst yfir trú sinni á sókn Úkraínumanna og sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, til dæmis að Úkraínumenn leggi hægt og bítandi meira landsvæði undir sig. Þeim hafi tekist að brjótast í gegnum varnarlínur Rússa og sæki nú fram.