fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fókus

Konungur fjallanna

Fókus
Laugardaginn 9. september 2023 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný íslensk heimildamynd, Konungur fjallanna, verður frumsýnd sunnudaginn 10. september. Almennar bíósýningar hefjast 12. september í Laugarásbíói og Bíóhúsinu Selfossi.

Í tilkynningu kemur fram að myndin sé ævintýralegt ferðalag með fjallkónginum Kristni Guðnasyni og gangnamönnum í leitum á Landmannaafrétti.

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Konungur fjallanna gefur raunsanna mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins.

Á hverju hausti halda bændur úr Holta- og Landsveit til fjalla í þeim tilgangi að smala saman fé sem gengið hefur frjálst á fjöllum sumarlangt. Smalað er á víðfeðmu svæði sem er jafn hrjóstrugt og það er fagurt. Baráttan við fjöllin og féð er háð á hverju ári. Markmiðið er bara eitt: Að koma fénu til byggða heilu og höldnu.

Sauðfjárbændur eru sjálfstætt fólk en fyrir þessa vikuferð er valinn fjallkóngur til að stjórna leiðangrinum. Í stöðu fjallkóngs eru valdir menn með leiðtogahæfileika sem eru úrræðagóðir og svo staðkunnugir að þeir geta sagt ókunnugum til um leiðir hvar sem er á afréttinum. Kristinn Guðnason hefur gegnt þessu hlutverki í rúma fjóra áratugi.

Konungur fjallanna er afrakstur nokkurra ára vinnu þar sem gangnamönnum var fylgt eftir um króka og kima afréttarins í þremur leitum. Framleiðendur myndarinnar eru Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils Valdimarsdóttir en saman reka þær framleiðslufyrirtækið Hekla Films. Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórn kvikmyndatöku. Klippingu annaðist Jakob Halldórsson. Úlfur Eldjárn samdi tónlist fyrir myndina. Hljóð og hljóðhönnun var í höndum Péturs Einarssonar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona leit hún út fyrir breytingarnar

Svona leit hún út fyrir breytingarnar
Fókus
Í gær

Flutti í sumarbústað við Meðalfellsvatn eftir stórleik í þýskum þáttum

Flutti í sumarbústað við Meðalfellsvatn eftir stórleik í þýskum þáttum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þetta er mæðradagslúkkið í ár“

Vikan á Instagram – „Þetta er mæðradagslúkkið í ár“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég upplifði mig sem vandamál eða að ég væri fyrir, það er ekki góður staður að vera á“

„Ég upplifði mig sem vandamál eða að ég væri fyrir, það er ekki góður staður að vera á“