Gulldrengurinn, Raul, sem er einn besti leikmaður í sögu Real Madrid gæti verið að yfirgefa félagið til að taka við þjálfun Villarreal.
Villarreal ákvað að reka Quique Setien úr starfi á dögunum og vill fá Raul til starfa.
Raul hefur stýrt New York Cosmos en hætti þar árið 2015 en frá árinu 2019 hefur hann stýrt varaliði Real Madrid.
Villarreal hefur áhuga áð fá Raul til starfa og er Real Madrid tilbúið að leyfa honum að fara.
Viðræður hafa átt sér stað síðustu daga og munu halda áfram á næstu dögum.
Villarreal and Raul will discuss today in order to make final decision over managerial job. Real Madrid, open to letting him go in case Raul wants to accept 🟡🇪🇸
Discussions will follow waiting for Villarreal to decide on Quique Setién replacement. pic.twitter.com/nQvFc2iItI
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 8, 2023