Eric Bailly varnarmaður Manchester United er að ganga í raðir Besiktas í Tyrklandi.
Fabrizio Romano segir frá í kvöld en hann hefur ekkert æft með United í sumar. Erik ten Hag hefur viljað losna við hann.
Flestir félagaskiptagluggar eru lokaðir en áfram er opið í Tyrklandi.
Besiktas fær Bailly frá United en ekki er talið að kaupverðið sé hátt. Bailly gerir aðeins árs samning í Tyrklandi.
Bailly var á láni hjá Marseille í fyrra en það var Jose Mourinho sem keypti Bailly til félagsins.
Eric Bailly to Besiktas, here we go! Deal agreed tonight with Ivorian CB — there’s also green light from Manchester United for Bailly to leave 🚨⚪️⚫️ #Besiktas
Understand it’s permanent transfer and Bailly will sign short term deal. One year contract, free in June 2024. pic.twitter.com/Un11Sr1Qea
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2023