Eftir stríð við Paris Saint-Germain í nánast allt sumar er Kylian Mbappe kominn aftur í leikmannahóp liðsins fyrir næsta leik. Má þar segja að U-beygja síðustu daga sé fullkomnuð.
Mbappe tilkynnti snemma í sumar að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning við PSG og að hann ætlaði sér frítt frá félaginu næsta sumar þegar samningur hans rennur út.
Æðstu menn hjá PSG urðu brjálaðir og um tíma var útlit fyrir að Mbappe yrði jafnvel frystur á þessari leiktíð.
Á dögunum komu svo fréttir af því að Mbappe myndi líklega skrifa undir eins árs framlengingu á samningi sínum eftir allt saman svo PSG missi hann ekki frítt.
Mbappe var ekki í hóp í fyrsta leik tímabilsins gegn Lorient en nú hefur verið staðfest að hann er í hópnum sem mætir Toulouse á morgun.