Jesse Lingard er sagður hafa heillað á æfingum West Ham undanfarið og gæti fengið samning hjá liðinu.
Lingard er samningslaus eftir að hafa verið hjá Nottingham Forest á síðustu leiktíð en þar gekk lítið upp hjá kappanum.
Á dögunum var sagt frá því að Lingard væri að æfa með West Ham til að halda sér í formi. Þá var einnig greint frá því að hann gæti fengið stuttan samning.
Sky Sports segir frá því í dag að frammistöður Lingard á æfingum hafi heillað marga innan félagsins og ekki orðið til þess að minnka líkurnar á að hann skrifi undir skammtímasamning þó ekkert sé í höfn.
Lingard lék með West Ham seinni hluta tímabilsins 2020-2021 og fór á kostum. Hann þekkir því vel til.