fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Endar De Gea hjá Real Madrid?

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. ágúst 2023 17:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er víst að reyna að fá markmanninn David de Gea í sínar raðir en hann er samningslaus þessa stundina.

De Gea yfirgaf Manchester United í sumar en hann fékk ekki nýjan samning hjá félaginu eftir mörg ár á Old Trafford.

Andre Onana var fenginn inn sem nýr aðalmarkvörður Man Utd og vill De Gea ekki sitja á bekknum.

Real leitar að nýjum markmanni eftir að Thibaut Courtois sleit krossband og verður kengi frá vegna þess.

De Gea er 32 ára gamall og lék áður með grönnum Real í Atletico Madrid en hélt til Englands árið 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land