fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Eyþór líka kallaður til baka í Blika

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. ágúst 2023 11:30

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur kallað Eyþór Aron Wöhler til baka úr láni frá HK. Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, segir frá þessu í samtali við Vísi.

Eyþór var lánaður frá Blikum í nágranna sína í byrjun tímabils. Hann skoraði þrjú mörk fyrir HK. Sóknarmaðurinn hafði komið í Breiðablik frá ÍA fyrir tímabil.

Ólafur segir í samtalinu við Vísi að Blikar vonist til þess að ganga frá skiptum Eyþórs aftur til félagsins strax í dag svo kappinn geti spilað með liðinu gegn KA á sunnudag.

Þetta er annar leikmaðurinn sem Blikar kalla til baka í dag en eins og 433.is sagði frá í morgun er Dagur Örn Fjeldsted kominn aftur frá Grindavík.

Breiðablik er í þriðja sæti Bestu deildarinnar, 13 stigum á eftir toppliði Víkings, auk þess sem liðið er í fullu fjöri í Evrópu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi