Gary O’Neil er nýr stjóri Wolves. Félagið staðfesti komu hans í dag.
Hann tekur við liðinu af Julien Lopetegui sem er horfinn á braut. Voru hann og stjórnin ósammála um ýmiss atriði.
O’Neil tók við Bournemouth á síðustu leiktíð og bjargaði liðinu frá falli. Hann var hins vegar óvænt látinn fara eftir tímabil.
Wolves er af mörgum spáð fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Liðið ríður á vaðið á mánudag gegn Manchester United.
Gary O'Neil has been appointed as our new head coach.
Welcome to the club, Gary 🤝
— Wolves (@Wolves) August 9, 2023