Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, hefur líkt danska framherjanum Rasmus Hojlund við Darwin Nunez.
Um er að ræða tvo fljóta og kraftmikla leikmenn en Nunez skrifaði undir hjá Liverpool í fyrra og lenti í töluverðum vandræðum á sínu fyrsta tímabili.
Hojlund er genginn í raðir Man Utd frá Atalanta og gæti upplifað erfiðleika á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
,,Allir sem hafa séð hann spila vita hans gæði og hans eiginleika. Hann hentar ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ferdinand.
,,Ég líki honum aðeins við Darwin Nunez hjá Liverpool. Hann tók eitt tímabil í að venjast deildinni. Hann er ungur framherji að koma í þessa deild en allir hans eiginleikar passa, hann hefði þó vilja byrja betur en hann gerði.“
,,Ég tel að við munun sjá annan Nunez á þessu tímabili en í fyrra. Það kæmi mér ekki á óvart ef það sama gerðist með Hojlund, eins mikið og ég vil að hann eigi frábært tímabil.“